VEITINGAHÚSIÐ

BREKKA

HRÍSEY

brekka@brekkahrisey.is

+354 861 2606

Ferðaþjónusta

BREKKA
Þinn staður í Hrísey

Brekka hóf starfsemi sína 1984 og varð þekkt fyrir Galloway nautasteikur, en ræktunarstöð fyrir nautgripi var rekin um árabil í eyjunni.
Brekka er eitt af einkennishúsum eyjarinnar og þar eiga margir góðar minningar yfir góðum mat í kyrrðinni sem þar ríkir.
Brekka hefur ekki verið í fullum rekstri síðastliðin ár en nú mun hún blómstra á ný og taka á móti heima- og ferðamönnum með góðum mat og hlýju viðmóti.

 

matarupplifun á brekku

VEITINGASTAÐURINN

BREKKA mun taka á móti gestum frá morgni til kvölds og bjóða upp á notalegt umhverfi og veitingar fyrir alla fjölskylduna. Veitingahúsið BREKKA  sérhæfir sig í eldun og framreiðslu fiskmetis úr Eyjafirðinum og eru allar veitingar framleiddar á staðnum.

UMHVERFISSTEFNA BREKKU

Okkur er annt um umhverfið og viljum gera okkar besta til að vernda náttúruna.
Við nýtum afurðir beint frá framleiðendum á nærliggjandi svæðum og veljum aðeins það besta.
Flutningur á einnota umbúðum til eyjunnar verður haldið í algjöru lágmarki og allt rusl flokkað til endurvinnslu.
Við ætlum að huga vel að nærumhverfinu og leggja okkar að mörkum til að BREKKA verði aftur staður sem Hríseyingar verði stoltir af.

HAFA SAMBAND

Sendið okkur fyrirspurn um. Pantanir, hópar og eða annað sem við getum aðstoðað með. 

Fyrirspurn frá Brekku